Slender Man veldur annarri árás

Hér má sjá hinn svokallaða „Slender Man“.
Hér má sjá hinn svokallaða „Slender Man“.

13 ára stúlka hefur nú verið handtekin fyrir að ráðast á móður sína á heimili þeirra í Cincinatti í Ohio. Samkvæmt móður stúlkunnar hafði hún í nokkurn tíma haft mikinn áhuga á persónunni Slender Man og er talið að hún hafi ætlað að myrða móður sína til að þóknast honum.

„Hún var með hettu og grímu,“ sagði móðir stúlkunnar í samtali við fréttastofuna WLWT5 sem vildi ekki koma undir nafni. Jafnframt sagði hún að stúlkan hafi ekki verið hún sjálf á meðan árásinni stóð og sagst vera að leika hlutverk.

Dóttirin réðst á móður sína í eldhúsinu á heimili þeirra. Samkvæmt móðurinni hafði stúlkan glímt við andleg veikindi en hún hafi aldrei getað ímyndað sér að eitthvað í líkingu við þetta myndi gerast.

„Ég kom heim úr vinnunni og hún stóð í eldhúsinu og beið eftir mér með hvíta grímu,“ sagði móðirin. 

Stúlkan réðst á móður sína með eldhúshníf og fékk konan smávægilega áverka á hálsi og andliti og stungusár á baki.

Fyrir árásina höfðu foreldrar stúlkunnar fundið á heimilinu skrif stúlkunnar þar sem hún vísaði í Slender Man. Samkvæmt móðurinni hefur stúlkan lengi haft áhuga á djöflum og öðrum þessháttar verum. Stúlkan dvelur nú í unglingafangelsi í Hamilton í Ohio ríki. Að sögn móðurinnar man stúlkan ekki eftir árásinni.

Slender Man fyrirbærið hefur vakið mikla athygli eftir að tvær tólf ára stúlkur stungu vinkonu sína 19 sinnum til að þóknast persónunni. Slender Man er skáldsagnarpersóna sem birtist fyrst á vefsíðunni CreepyP­asta árið 2009.

„Tólf ára stelpur stungu vinkonu sína“

Slender Man birtist fyrst á netinu árið 2009.
Slender Man birtist fyrst á netinu árið 2009.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert