Vildi nema dæturnar á brott

Systurnar Somaja, 8 ára, og Rajana, 6 ára, voru á …
Systurnar Somaja, 8 ára, og Rajana, 6 ára, voru á leið heim úr skólanum þegar þeim var rænt.

Mans­ur Mahashev, faðir Rajunu og Somaju, 6 og 8 ára sem rænt var um há­bjart­an dag skammt frá bæn­um Kongs­vin­ge í Noregi í gær, sagði vini sínum fyrir nokkrum vikum að hann vildi nema dætur sínar á brott.

Vinur Mahashev segir að hann hafi verið hræddur um að missa tengslin við dætur sínar og hann hafi afar lítið fengið að sjá þær.

„Honum fannst erfitt að fá lítið að sjá þær og þess vegna vildi hann fara með þær frá Noregi,“ er haft eftir vini Mahashevs í samtali við Verdens Gang og bætir við að hann hafi viljað taka þær frá fósturforeldrunum.

Mahashev er eft­ir­lýst­ur inn­an Nor­egs sem utan og fer lög­regla yfir öll sam­skipti við fjöl­skyldu þeirra og um­gengn­is­rétt hans við dæt­ur sín­ar en þær höfðu búið um nokk­urt skeið hjá fóst­ur­fjöl­skyldu.

Það var um þrjú­leytið í gær að stúlk­un­um tveim­ur, sem eru af tét­s­ensk­um upp­runa, Som­aju, átta ára, og Ra­jönu, sex ára, var rænt af grímu­klædd­um mönn­um í um 11 km fjar­lægð frá Kongs­vin­ger. 

Talið er að Mahashev, faðir þeirra, standi á bak við ránið en hann á að hafa komið í veg fyr­ir að fóst­ur­for­eldr­arn­ir gætu hringt í lög­reglu þegar stúlk­un­um var rænt. Leitað var á heim­ili Mahashevs í Ósló í gær­kvöldi.

Að sögn lögreglu virðist ránið hafa verið vel skipulagt. 

Frétt mbl.is: Ekkert spurst til systranna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert