Mannskæð átök í Mið-Afríkulýðveldinu

Hermaður frá Austur-Kongó stendur vörð í höfuðborg Mið-Afríkulýðveldisins, Bangui.
Hermaður frá Austur-Kongó stendur vörð í höfuðborg Mið-Afríkulýðveldisins, Bangui. AFP

Að minnsta kosti 22 manns létust í átökum í Mið-Afríkulýðveldinu á mánudag og þriðjudag. Hópar múslíma annars vegar og kristinna hins vegar takast á um yfirráð í landinu. Átökin fyrr í vikunni voru aðallega í þorpinu Liwa. Í þeim særðust að minnsta kosti þrjátíu manns. 

Blóðug styrjöld hefur geisað í landinu mánuðum saman. Þúsundir eru á flótta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert