Skáru fingur af kjósendum

Í dag er gengið til kjörkassanna í Afganistan til þess að velja næsta forseta landsins. Starfandi innanríkisráðherra landsins segir í samtali við fréttastofuna Khaama Press að Talibanar hafi skorið fingur af ellefu kjósendum sem refsingu fyrir að hafa kosið. Er það talið vera táknrænt, en allir Afganar þurfa að dýfa fingri sínum í blek eftir að þeir kjósa til þess að koma í veg fyrir að fólk greiði tvö atkvæði. Flest fórnarlambanna eru eldri karlmenn sem voru á leið heim til sín eftir að hafa kosið. 

Þá greina erlendir fjölmiðlar einnig frá miklum bardögum í landinu, og alls er talið að 66 manns séu látnir. Af þeim eru 20 taldir vera almennir borgarar. 

12 milljónir manna eru á kjörskrá í landinu og alls höfðu 7 milljónir kosið þegar kjörstaðir lokuðu í dag. 

Afganskur kjósandi sýnir fingur sinn. Allir kjósendur í landinu verða …
Afganskur kjósandi sýnir fingur sinn. Allir kjósendur í landinu verða að dýfa fingri sínum í blek til þess að koma í veg fyrir að þeir kjósi tvisvar. Mynd/AFP
Frá kjörstað í Afganistan í dag.
Frá kjörstað í Afganistan í dag. Mynd/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert