Stöðvuðu vopnasendingu til Sýrlands

AFP

Tollayfirvöld í ítölsku hafnarborginni La Spezia fundu í dag búnað sem hægt er að nýta til vopnagerðar. Skipið, sem var að koma frá Kína, var á leið til Sýrlands. Um er að ræða búnað til framleiðslu gjöreyðingarvopna, samkvæmt frétt ANSA.

Búnaðurinn fannst í níu gámum og voru þeir skráðir á fyrirtæki sem ekki er á skrá í Líbanon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert