Leitaði hælis í sendiráði Bandaríkjanna

Meriam Yahia Ishag var dæmd fyrir hórdóm og að hverfa …
Meriam Yahia Ishag var dæmd fyrir hórdóm og að hverfa frá íslamstrú AFP

Súdanska konan, sem dæmd var til dauða vegna trúvillu, sleppt og handtekin á ný á flugvelli, hefur nú verið látin laus og leitað hælis í sendiráði Bandaríkjanna í Súdan.

Konan heitir Meriam Yahia Ibrahim Ishag og er 26 ára gömul. Hún fæddi nýlega annað barn sitt í fangelsinu þar sem hún dvaldi. „Hún og eiginmaðurinn telja að sendiráðið sé öruggur staður fyrir þau,“ sagði lögmaður konunnar í samtali við AFP-fréttastofuna, en konan hefur fengið morðhótanir.

Konan hefur nú verið ákærð fyrir fölsun og að framvísa fölsuðum upplýsingum en hún reyndi að yfirgefa landið eftir að henni var sleppt úr fangelsi á þriðjudag. Var hún handtekin á flugvellinum og hefur dvalið þar síðan.

Eiginmaður hennar heitir Daniel Wani og er frá Bandaríkjunum. Fjölskyldan var á leið til Washington. 

Frétt mbl.is: Móðirin handtekin að nýju

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert