Sagði Porosénkó vera nasista

Illa hefur gengið að halda vopnahlé sem er í gildi …
Illa hefur gengið að halda vopnahlé sem er í gildi milli stuðningsmanna Rússlands og Úkraínu í austurhluta Úkraínu. AFP

Háttsettur ráðgjafi Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hleypti olíu á eldinn í deilu Rússa og Úkraínumann þegar hann sagði að forseti Úkraínu, Petro Porosénkó, væri nasisti. Porosénkó mun í dag skrifa undir umdeilt samkomulag við Evrópusambandið.

Sergei Glazíev var ekkert að skafa utan af því þegar hann tjáði sig um samninginn. Sagði hann forsetann nasista og að samningurinn væri ólögmætur.

Vopnahlé, sem illa hefur gengið að halda, fellur úr gildi í dag en samningur Úkraínu og ESB verður undirritaður í Brussel síðdegis.

Í frétt BBC kemur fram að uppreisnarmenn hliðhollir Rússum hefðu látið fjóra eftirlitsmenn ÖSE lausa úr haldi í dag en þeim hefur verið haldið föngum í meira en mánuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert