Fjórtán teknir af lífi

Hundruð þúsunda manna eru á flótta í Sýrlandi.
Hundruð þúsunda manna eru á flótta í Sýrlandi. AFP

Að minnsta kosti fjórtán konur og karlar féllu í árásum sýrlenskra uppreisnarmanna í þorpinu Khatab í Hama-héraði í nótt.

Ríkissjónvarpið segir að uppreisnarmennirnir hafi framið fjöldamorð og að konur og börn séu meðal fallina. Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights segja að sjö konur og sjö karlar hafi verið tekin af lífi í þorpinu.

„Vopnaður hópur hryðjuverkamanna réðst inn í þorpið í dögum og framdi fjöldamorð á óbreyttum borgurum,“ sagði í frétt ríkissjónvarpsins.

Mannréttindasamtökin segja hins vegar að sjö óbreyttir borgarar hafi fallið. Samtökin segja uppreisnarmennina hafa haldið því fram að fólkið sem var myrt hafi unnið með Sýrlandsher.

Yfir 162 þúsund manns hafa fallið í átökum frá því að stríðið í Sýrlandi braust út í mars árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert