Bandaríkin vilja miðla málum

Eldflaug sem skotið var frá Gaza hæfði bensínstöð í suðurhluta Ísraels í morgun. Þrír særðust í árásinni en gríðarleg sprenging varð þegar flaugin lenti á bensínstöðinni.

Samkvæmt upplýsingum frá læknum voru þrír fluttir á sjúkrahús, þar af er einn alvarlega slasaður. Slökkvilið berst nú árangurslaust við eldinn sem er gríðarlegur. 

Í nótt létust sex Palestínumenn, þar á meðal sjö ára gamalt barn, í tveimur árásum Ísraelshers á Gaza. 

Eldflaug sem skotið var á Ísrael frá Líbanon hafnaði á akri nálægt Kfar Yuval, milli Metula og Kiryat Shmona í norðurhluta Ísraels. Svörðu ísraelskir hermenn í sömu mynt og skutu yfir landamæri Líbanons. Ekki er vitað til þess að eldflaugarnar hafi valdið manntjóni, hvorki í Ísrael né Líbanon.

Talsmenn Ísraelshers telja að það sé lítill hópur palestínskra skæruliða sem hafi skotið frá Líbanon til þess að sýna félögum sínum á Gaza stuðning í verki. Ólíklegt sé að liðsmenn Hisbollah standi á bak við árásina.

Bandarísk yfirvöld eru reiðubúin til þess að miðla málum í friðarviðræðum milli Ísraela og Palestínumanna á Gaza. BBC segir að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi lagt þetta til í símtali við forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu.

Áður hafði Netanyahu sagt að aðgerðir Ísraels væru á áætlun og von væri á frekari árásum af þeirra hálfu. Ekkert lát er á árásum Ísraela og palestínskra skæruliða á Gaza.

Yfir 90 Palestínumenn hafa dáið í árásum Ísraela á Gaza frá því á þriðjudag. Um helmingur þeirra er almennir borgarar. Um sex hundruð hafa særst í átökunum. Flestir þeirra eru almennir borgarar.

Ísraelar segja að meðal látinna séu tugir hryðjuverkamanna. Ísraelsher segir að skæruliðar á Gaza hafi skotið yfir 500 eldflaugum yfir landamæri Ísraels síðan á þriðjudag. 

AFP
Bifreiðin stórskemmdist í árás frá Gaza.
Bifreiðin stórskemmdist í árás frá Gaza. AFP
Rústir húss Ghanam fjölskyldunnar í Rafah,
Rústir húss Ghanam fjölskyldunnar í Rafah, AFP
Tel Aviv.
Tel Aviv. AFp
Tel Aviv
Tel Aviv AFP
Ísraelskur hermaður skoðar skemmdir á húsi Beer Sheva í Ísrael …
Ísraelskur hermaður skoðar skemmdir á húsi Beer Sheva í Ísrael eftir árás skæruliða á Gaza. AFP
Illa farið hús í Beer Sheva eftir árásir skæruliða á …
Illa farið hús í Beer Sheva eftir árásir skæruliða á Gaza. AFP
Ísraelsk fjölskylda leitar skjóls undan árásum skæruliða
Ísraelsk fjölskylda leitar skjóls undan árásum skæruliða AFP
Ættingjar og vinir al-Hajj fjölskyldunnar kveðja - átta úr fjölskyldunni …
Ættingjar og vinir al-Hajj fjölskyldunnar kveðja - átta úr fjölskyldunni létust í árás Ísraelshers. AFP
Ísraelsher við landamæri Gaza
Ísraelsher við landamæri Gaza AFP
Ísraelskir hermenn við landamæri Gaza
Ísraelskir hermenn við landamæri Gaza AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert