Hyggjast herða árásir á Gaza

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hét því síðdegis í dag að herða enn loftárásir á Gaza, en þá höfðu honum borist til eyrna fregnir af því að Ísraeli einn varð fyrir sprengjubroti úr flugskeyti frá Gaza. Ísraelinn lét lífið. Á sjö dögum hafa því 194 Palestínumenn látið lífið og einn Ísraeli.

„Enginn annar kostur er í stöðunni en að auka enn aðgerðir okkar gegn Hamas-samtökunum,“ sagði Netanyahu. Ar­abaþjóðirnar hafa verið hvattar til þess að þrýsta á Ham­as um að samþykkja vopna­hlé. Því hafa þau alfarið hafnað þar sem slíkt væri merki um uppgjöf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert