Fyrirskipað að lækka flugið

Malaysia Airlines gaf það út í kvöld að flugumferðarstjórn í Úkraínu hefði fyrirskipað flugi MH17, Boeing 777-200 farþegaþotu flugfélagsins, að lækka flugið niður í 33 þúsund fet þegar vélin kom inn í úkraínska lofthelgi. Flugmenn vélarinnar hefðu áður farið fram á að fljúga í 35 þúsund feta hæð.

Þetta kemur fram í malasískum fjölmiðlum í dag og er vitnað í yfirlýsingu frá flugfélaginu. Þar segir einnig að farþegaþotum hafi verið bannað að fljúga undir 32 þúsund fetum í úkraínskri lofthelgi. Hvers vegna flugumferðarstjórar í Úkraínu fóru fram á það að flugvélin lækkaði flugið í 33 þúsund fet er enn ósvarað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert