Ban Ki-moon kemur til Gaza í dag

Ísraelskir hermenn á Gaza í dag.
Ísraelskir hermenn á Gaza í dag. JACK GUEZ

Framkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon kemur til Gaza í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Sameinuðu þjóðunum mun Ban Ki-moon koma á átakasvæðið í dag til þess að „aðstoða við að binda enda ofbeldið og finna leið áfram.“

Sendiherrar Ísrael og Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum hafa skipts á að kenna löndum hvors annars um ofbeldið. Sendiherra Ísrael, Ron Prosor, sagði m.a. við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að ekkert land myndi sætta sig við hryðjuverkaárásir eins og Ísrael hefur þurft að þola frá Hamas.

Sendiherra Palestínu, Riyad Mansour kom einnig til öryggisráðsins og las upphátt nöfn þeirra Palestínumanna sem látist hafa í átökunum og á einum tímapunkti táraðist hann við lesturinn. 

Að minnsta kosti 20 manns hafa látist í aðgerðum Ísraelshers á Gaza í dag og er heildartala látinna síðustu 12 daga nú 318. Ekki hafa fleiri látist í átökum á milli Ísrael og Palestínu síðan 2009. 

Bandaríkin hafa hvatt Ísraelsmenn til þess að minnka hernaðaraðgerðir sínar og dauðsföll óbreyttra borgara á svæðinu. Þó hefur Barack Obama, Bandaríkjaforseti, lýst því yfir að Bandaríkin styðji rétt Ísrael til þess að verja sig. Obama sagðist einnig vera vongóður um að hernaðaraðgerðum Ísraelshers á svæðinu færi minnkandi.

Hinsvegar hefur ísraelski hershöfðinginn Benny Gantz lýst því yfir að herinn væri að stækka aðgerðir sínar á Gaza. 

Eitt af markmiðum Ísraelshers með landhernaði sínum á Gaza sem hófst á fimmtudaginn var að eyðileggja göng sem Ham­as-liðar nota til að kom­ast inn í Ísra­el. Samkvæmt talsmanni hersins Peter Lerner, hefur herinn nú fundið og lokað 13 göngum.

Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu hefur fyrirskipað hernum að undirbúa sig fyrir mikla stækkun á aðgerðum hersins í Palestínu á landi niðri. Hann sagði að landhernaður væri nauðsynlegur til þess að kljást við Hamas-liða og göngin sem þeir hafa grafið til Ísrael. 

Hjálparstöð Sameinuðu þjóðanna í Palestínu, UNRWA, hefur nú opnað 44 skóla til þess að hýsa þá rúmlega 50 þúsund Palestínumenn sem þurft hafa að flýja heimili sín vegna átakanna. 

Ban Ki-moon.
Ban Ki-moon. STAN HONDA
Ísraelskir skriðdrekar á Gaza í dag.
Ísraelskir skriðdrekar á Gaza í dag. MENAHEM KAHANA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert