Mannskæð árás við landamæri Egyptalands

AFP

Egypski herinn segir tuttugu og einn hermann hafa fallið í árás á landamærastöð í dag en það er mannskæðasta árásin frá því að Mohamed Morsi, fyrrverandi forseta landsins, var steypt af stóli fyrir rúmu ári síðan. 

Árásarmennirnir notuðu sprengjuvörpur og hríðskotabyssur þegar þeir réðust á landamærastöðina sem er um 630 kílómetrúm vestur af Kaíró.

Stöðin er við landamæri Súdan, Líbýu og Egyptalands og talið er að árásarmennirnir gætu hafi ætlað að smygla vopnum frá Líbýu til Egyptalands. Þetta er í annað sinn á innan við þremur mánuðum sem ráðist er á sömu landamærastöð.

Ekki liggur fyrir hverjir stóðu að baki árásinni en þrír árásarmannanna létu einnig lífið. Egypski herinn gaf frá sér yfirlýsingu fyrir skömmu þar sem hryðjuverkamönnum var kennt um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert