Kænugarður: Þoturnar skotnar niður af Rússum

Sukhoi orrustuþotur.
Sukhoi orrustuþotur. AFP

Stjórnvöld í Kænugarði segja eldflaugunum, sem grönduðu tveimur úkraínskum orrustuþotum fyrr í dag, hafa verið skotið frá Rússlandi. „Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum var eldflaugunum skotið frá Rússlandi,“ segir í yfirlýsingu frá þjóðaröryggisráði Úkraínu.

Vélarnar flugu í 5.200 metra hæð, um 17.000 feta hæð.

Áður var talið fullvíst að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hefðu skotið eldflaugunum. Flugmenn beggja vélanna eru sagði hafa skotið sér út úr vélunum, en ekki er vitað um afdrif þeirra.

Uppreisnarmenn skutu á blaðamenn AFP þegar þeir reyndu að komast að svæðinu þar sem flök flugvélanna lentu. Talsmaður uppreisnarmanna sagði fyrr í dag að orrustuþotur á vegum uppreisnarmanna hafi skotið vélarnar niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert