Flúin til Ítalíu eftir guðlastsdóminn

Meriam Yahia Ibrahim Ishag lenti á flugvellinum í Róm í …
Meriam Yahia Ibrahim Ishag lenti á flugvellinum í Róm í morgun, en ítölsk stjórnvöld aðstoða hana við að komast frá Súdan. AFP

Konan sem dæmd var fyrir trúvillu í Súdan er nú flogin til Ítalíu, eftir að hafa dvalið rúman mánuð í sendiráði Bandaríkjanna í Súdan. Ítölsk stjórnvöld aðstoðuðu fjölskyldunni að komast úr landi, en kona átti barn meðan hún var hlekkjuð í fangelsi að bíða aftöku.

Meriam Yahia Ibrahim Ishag á föðir sem er múslími og samkvæmt súdanskri túlkun á lögum íslam, sem tóku gildi í landinu 1983, er henni þar með óheimilt að hverfa frá trúnni. Hún á hinsvegar kristna móður og segist ekki hafa verið alin upp sem múslími og aldrei litið á sig sem slíkan.

Eiginmaður hennar og barnsfaðir er frá Suður-Súdan en með bandarískan ríkisborgararétt. Yngsta barn þeirra, Maya, kom í heiminn í maí, en Ibrahim fæddi hana í fangelsi stuttu eftir að hún var dæmd til hýðingar og hengingar fyrir að kasta trúnni. Dómurinn vakti harða fordæmingu um allan heim og var að lokum afturkallaður. Henni var sleppt lausri í júní og reyndi þá að yfirgefa landið, en var handtekin að nýju á flugvellinum þar sem stjórnvöld sögðu vegabréf hennar falsað.

Þegar hún losnaði úr því haldi leitaði hún skjóls ásamt fjölskyldunni í bandaríska sendiráðinu.

Varautanríkisráðherra Ítalíu, Lapo Pistelli, birti svo á Facebook-síðu sinni í dag mynd af sér með Ibrahim og börnum hennar tveimur, um borð í flugvél ítalskra stjórnanda, með orðunum: „Takmarkinu náð“ (ítalska: Missione compiuta). Samkvæmt Afp mun hún halda áfram frá Ítalíu til Bandaríkjanna.

Meriam Yahia Ibrahim Ishag lenti á flugvellinum í Róm í …
Meriam Yahia Ibrahim Ishag lenti á flugvellinum í Róm í morgun, en ítölsk stjórnvöld aðstoða hana við að komast frá Súdan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert