Bjórsalan eykst í góða veðrinu í Noregi

Mynd/AFP

Bjórsala í Noregi hefur aukist um 11% í sumar frá fyrri árum. Framleiðendur telja að aukninguna megi rekja til góða veðursins sem verið hefur í landinu. Hitamet voru slegin víðs vegar um landið í júnímánuði og hefur lítið dregið úr hitanum síðan þá.

„Við seldum mikið magn í júní og ef þróunin heldur áfram getur bjórsalan í sumar náð all time high,“ segir Lasse Eliassen hjá brugghúsinu Hansa. 

Á Íslandi jókst salan á áfengi á fyrstu sex mánuðum ársins um 3,8% frá því í fyrra. Nú er að sjá hvort veðrið hér heima hafi jafnmikil áhrif á áfengissölu og í Noregi.

Sjá frétt Dagens næringsliv

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert