Carl Pistorius alvarlega slasaður

Systkinin Carl og Aimee Pistorius fylgjast með réttarhöldum yfir bróður …
Systkinin Carl og Aimee Pistorius fylgjast með réttarhöldum yfir bróður sínum Oscari Pistorius. AFP

Carl Pistorius, eldri bróðir hlauparans Oscars Pistorius, slasaðist alvarlega í bílslysi í nótt samkvæmt tilkynningu frá fjölskyldu bræðranna. Carl var við akstur á N1 hraðbrautinni til Pretoríu þegar hann lenti í harkalegum árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt og hafði beygt yfir á öfugan vegarhelming.

Carl var sýknaður af manndrápsákæru í fyrra, en ákæruvaldið hélt því fram að hann hefði sýnt af sér vítavert gáleysi þegar hann lenti í árekstri við konu á mótorhjóli árið 2008. Konan lést nokkrum dögum eftir slysið.

Eins og frægt er hefur bróðir Carls, hlauparinn Oscar Pistorius, verið ákærður fyrir morðið á unnustu sinni Reevu Steenkamp. Áætlað er að réttarhöld yfir honum haldi áfram þann 7. ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert