Faðirinn talinn vera barnaníðingur

Gammy ásamt staðgöngumóðurinni Patt­aramon Chan­bua.
Gammy ásamt staðgöngumóðurinni Patt­aramon Chan­bua. AFP

Talið er að líffræðilegur faðir drengsins Gammy, sem nú dvelur hjá staðgöngumóður sinni eftir að foreldrar hans skildu hann eftir í hennar umsjá, sé dæmdur barnaníðingur. Þetta kom fram í kjölfar þess að foreldrar Gammys fullyrtu að taílenska staðgöngumóðirin hefði blekkt heiminn með frásögn sinni.

Foreldrarnir hafa enn ekki verið nafngreindir, en ástralska fréttaveitan ABC heldur því fram að faðirinn sé hinn 56 ára gamli David John Farnell, sem hefur hlotið dóma fyrir að misnota ungar stúlkur kynferðislega.

Sat í fangelsi á tíunda áratugnum

Fréttaveitan ABC segir manninn hafa hlotið þriggja ára fangelsisdóm árið 1997 fyrir að misnota þrjár stúlkur undir þrettán ára aldri. 

Nokkrum mánuðum síðar, þegar hann var enn að afplána fangelsisdóm sinn, hafi hann verið ákærður í sex liðum fyrir brot gegn barni undir þrettán ára aldri. Þau brot áttu sér stað á miðjum tíunda áratugnum, en Farnell var einnig sakfelldur fyrir þau og dæmdur í átján mánaða fangelsi.

Staðgöngumóðirinn fæddi tvíbura, dreng og stúlku, en stúlkan er nú í umsjá líffræðilegra foreldra sinna í Ástralíu. Drengurinn Gammy er hins vegar með Downs-heilkenni og heldur staðgöngumóðirin því fram að foreldrarnir hafi neitað að taka við honum. Barnaverndaryfirvöld í Ástralíu rannsaka nú málið og vinna að því að tryggja öryggi og vellíðan nýfæddu stúlkunnar.

Frétt ABC

Fréttir mbl.is:

Segja staðgöngumóðurina ljúga

„Mun aldrei yfirgefa Gammy“

Yfirgáfu barn með Downs-heilkenni

Gammy
Gammy Ljósmynd/Styrktarsíðan Hope for Gammy
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert