Á Rob Ford enn möguleika?

Rob Ford hér í apríl þegar hann hóf kosningabaráttu sína …
Rob Ford hér í apríl þegar hann hóf kosningabaráttu sína formlega. Mynd/AFP

Í síðustu viku birtust niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar í Toronto í Kanada fyrir borgarstjórakosningarnar sem haldnar verða í nú í október. Niðurstöðurnar gefa til kynna að erfitt verði fyrir Rob Ford að hljóta endurkjör eftir fjöldann allan af hneykslismálum sem upp hafa komið á kjörtímabilinu. 

Hann mælist í mælingum Maple Leaf Strategies með 23% fylgi, sem er lægra en tveir aðrir frambjóðendur. John Tory mælist efstur með 30% og Olivia Chow með 26%. Það sem gerir Ford erfitt fyrir er hversu einangraður stuðningshópur hans er, þegar stuðningsmenn Torys voru spurðir hvern þeir myndu setja í annað sætið, svöruðu aðeins 13% þeirra Ford, og á meðal stuðningsmanna Chows var hlutfallið aðeins 3%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert