Mannfall eykst í austurhluta Úkraínu

AFP

Mannfall hefur aukist í röðum úkraínskra stjórnarhermanna sem reyna nú að brjóta ábak aftur aðskilnaðarsinna, sem eru hliðhollir Rússum, í hérðunum Donetsk og Lúahans í austurhluta Úkraínu.

Þrettán stjórnarhermenn hafa fallið í átökum við aðskilnaðarsinna seinasta sólarhringinn. Enn er ekki vitað um mannfall í röðum aðskilnaðarsinnanna.

Alls er talið að um 1.500 manns, hermenn, vígamenn og óbreyttir borgarar, hafi fallið í átökunum síðan úkraínski herinn hóf gagnsókn í austurhéruðunum í apríl síðastliðnum, að því er segir í frétt AFP.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert