Skoða möguleika á 72 tíma vopnahléi

Ísraelsstjórn neitar að ganga til viðræðna við Hamas meðan samtökin …
Ísraelsstjórn neitar að ganga til viðræðna við Hamas meðan samtökin skjóta enn eldflaugum að landinu. AFP

Palestínumenn skoða tillögur um að koma aftur á þriggja sólarhringar vopnahléi á Gazasvæðinu. Talsmaður Hamas-samtakanna sagði þetta í samtali við AFP-fréttastofuna.

Tilgangur vopnahlésins væri meðal annars að liðka til fyrir frekari samningaviðræðum, því Ísraelsmenn hafa þegar lýst því yfir að þeir muni ekki semja við Hamas meðan samtökin haldi áfram árásum á landið.

Hann segir tillögurnar vera í skoðun en svarið velti á því hversu mikil alvara sé að baki þessara tillagna Ísraelsmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert