Í felum af ótta við umskurð

Isaac Arema Shiboya sér um umskurð á drengjum í Kakamega. …
Isaac Arema Shiboya sér um umskurð á drengjum í Kakamega. Þar eru þúsundir drengja umskornir í ágústmánuði á ári hverju. SIMON MAINA

Karlmenn í smábænum Moi's Bridge í Kenýu hafa margir hverjir farið í felur af ótta við að verða umskornir, en Bukusu ættbálkurinn hefur undanfarna daga tekið unga menn með valdi og umskorið þá gegn vilja þeirra.

Bukusu ættbálkurinn hefur þá hefð að umskera karlmenn sína í ágústmánuði. Nú þegar hafa átta ungir menn verið umskornir án vilja þeirra og fleiri hafa flúið í felur í kjölfarið. Aðgerðin er táknræn fyrir umbreytingu drengs í karlmann, en hún er þó ekki framkvæmd í öllum samfélögum landsins. 

Í Moi's Bridge eru tveir ættbálkar í miklum meirihluta, Bukusu og Kalenjin, en þeir halda báðir í þá hefð að umskera unga menn úr bálknum í ágústmánuði ár hvert. Síðustu tíu daga Bukushu ættbálkurinn tekið unga menn úr öðrum ættbálkum með valdi og umskorið þá gegn vilja þeirra.

Mennirnir eru afklæddir, ataðir drullu og umskornir úti í vegkanti, oft án allra deyfilyfja. Bukushu telja óumskorna menn skítuga og huglausa, en menn af öðrum ættbálkum segja ólíðandi að Bukusu þröngvi hefðum sínum yfir á aðra menn.

Í samtali við breska ríkisútvarpið sagði Peter Loituktuk, af Turkana ættbálknum, frá því þegar hann var tekinn með valdi og umskorinn. 

„Ég var á leið til vinnu þegar ráðist var á mig. Þeir hentu hjólinu mín í götuna, tóku mig og umskáru. Daginn eftir þurfti lögreglan að fara með mig á spítala, en mennirnir notuðu ekkert til að deyfa sársaukann,“ sagði Loituktuk.

Wilson Sirma, höfðingi úr Kalenjin ættbálkinum, segir að yfirvöld óttist að árásirnar gætu haft í för með sér ósamlyndi á svæðinu þar sem friður hefur ríkt undanfarin ár. Hann bætir við að hann telji að ofbeldinu sé að linna og að Bukusu hafi látið af aðgerðunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert