Herferðin heldur áfram

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, á ríkisstjórnarfundinum.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, á ríkisstjórnarfundinum. AFP

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, tjáði ráðherrum sínum í dag að herferð gegn vígamönnum Gaza yrði haldið áfram þar til friði væri náð í Suður-Ísrael.

„Varnaraðgerðinni verður haldið áfram þar til markmiðunum verður náð, þó svo það taki tíma,“ sagði Netanyahu um sókn Ísraels gegn Gaza sem hófst hinn 8. júlí síðastliðinn.

Á sérstökum ríkisstjórnarfundi, sem fór fram í Tel Aviv, varaði Netanyahu við áætluðum hefndaraðgerðum gegn Gaza vegna ísraelsks barns sem lét lífið er flugskeyti hafnaði á samyrkjubúi nærri landamörkum Gaza.

„Hamas geldur fyrir og mun halda áfram að greiða þungt gjald fyrir þá glæpi sem samtökin hafa framið,“ sagði Netanyahu. 

„Ég skora á íbúa Gaza að yfirgefa hvert það mannvirki þar sem Hamas-samtökin starfrækja hryðjuverkagjörðir gegn okkur,“ sagði hann einnig.

Í kjölfar flugskeytaárásar á Ísrael, sem stóð yfir heila nótt, sagði Netanyahu að hverjum þeim sem staðinn yrði að slíku verki yrði ekki sýnd nein miskunn. „Það á við um öll svæði og landamæri,“ bætti hann við.

Fyrr í morgun var fimm flugskeytum skotið frá yfirráðasvæði Sýrlands inn í Ísrael. Ekkert tjón hlaust þó af segir herinn.

Ísrael hefur ekki brugðist við árásunum.

Netanyahu sagði að Hamas-samtökin skyldu greiða þungt gjald fyrir þá …
Netanyahu sagði að Hamas-samtökin skyldu greiða þungt gjald fyrir þá glæpi sem þau hafa framið. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert