Foreldrar Ashya í gæsluvarðhaldi

Ashya King er fimm ára. Hann er með heilaæxli og …
Ashya King er fimm ára. Hann er með heilaæxli og gekkst nýlega undir aðgerð vegna þess. AFP

Foreldrar Ashya King, fimm ára gamals drengs með heilaæxli sem fluttur var af sjúkrahúsi í Bretlandi án leyfis lækna, eru nú í haldi lögreglu. Þau komu fyrir dómara á Spáni fyrr í dag en samþykktu ekki að vera flutt aftur til Bretlands. Fólkið mun sitja í gæsluvarðhaldi næstu 72 klukkustundirnar.

Gefin var út alþjóðleg handtökuskipun eftir að parið fór með fárveikan son sinn, sem er með heilaæxli, af sjúkrahúsi í Bretlandi. Drengurinn dvelur nú á sjúkrahúsi á Malaga á Spáni þar sem hann fannst í íbúð ásamt foreldrum sínum á laugardaginn.

Elsti bróðir Ashya, Danny King, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að hann fengi að heimsækja hann í kvöld. Hin systkini hans hafa ekki fengið að heimsækja drenginn, en lögregla vaktar stofuna þar sem hann dvelur.

Í mynd­skeiði sem faðir­inn birti á YouTu­be seg­ist hann hafa tekið dreng­inn af sjúkra­hús­inu þar sem hann var ekki ánægður með umönn­un hans þar. King sagði að hann vildi að son­ur hans fengi lækn­is­hjálp í öðrum lönd­um. Þar er lækn­is­meðferð sem ekki er í boði í breska heil­brigðis­kerf­inu.

Farið fram á framsal fjölskyldunnar

Faðirinn birti myndskeið af Ashya

Ashya fannst á Spáni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert