Verður sex ár í þrælkunarbúðum

Matthew Miller
Matthew Miller Skjáskot

Dómstóll í Norður-Kóreu dæmdi í dag Bandaríkjamanninn Matthew Miller í þrælkunarbúðir til næstu sex ára. Miller sem er 24 ára var handtekinn stuttlega eftir komuna til landsins fyrr í mánuðinum fyrir brot á landvistarleyfi sínu.

Samkvæmt því sem kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, reif Miller vegabréfsáritun sína við komuna til Pyongyang, höfuðborgar Norður-Kóreu, og krafðist þess að honum yrði veitt pólitískt hæli. Var hann við það handtekinn.

Tveir aðrir Bandaríkjamenn eru í haldi í Norður-Kóreu. Jeffrey Fowle var handtekinn í maí fyrir að skilja eftir biblíu á almannafæri og trúboðinn Kenneth Bae sem var handtekinn í nóvember 2012 og dæmdur í þrælkunarbúðir fyrir að reyna steypa stjórn landsins af kolli. Hann verður í þrælkunarbúðunum næstu þrettán árin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert