Barn á meðal látinna í Hollandi

Maður sést hér leggja blóm á staðinn þar sem fólkið …
Maður sést hér leggja blóm á staðinn þar sem fólkið lét lífið í gær. AFP

Yfirvöld í Haaksbergen í Hollandi segja að þrír hafi látið lífið þegar risatrukkur ók inn í hóp áhorfenda í gær. Um er að ræða dreng, karlmanna og konu. Fimm slösuðust lífshættulega og 18 hlutu minni áverka. „Fólk öskraði af skelfingu,“ sagði einn sjónarvottur við hollenska fjölmiðla.

Atvikið átti sér stað á árlegri bílasýningu í bænum, sem er í héraðinu Overijssel. Myndbandsupptökur sýna hvernig risatrukkurinn beygir inn í hóp áhorfenda eftir að hafa ekið yfir nokkra fólksbíla, sem var hluti af sýningunni. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Mikil skelfing greip um sig þegar fólk sá hvert stefndi. Margir náðu að forða sér en þrír eru látnir og fimm alvarlega slasaðir sem fyrr segir.

Strax var haft samband við sjúkralið og voru þeir sem bjuggu yfir skyndihjálparþekkingu beðnir um að veita aðstoð.  Þyrlur fluttur slasaða á þrjú sjúkrahús í nágrenninu. 

Lögreglan hóf rannsókn í gær og var ökumaður trukksins handtekinn og færður til skýrslutöku vegna málsins. 

Risatrukkur ók á áhorfendur

AFP
Lögreglumenn á vettvangi slyssins í gær. Risatrukkurinn sést hér fyrir …
Lögreglumenn á vettvangi slyssins í gær. Risatrukkurinn sést hér fyrir aftan þá. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert