Kónguló notaði stein til að halda vefnum

Steininn í vefi kóngulóarinnar.
Steininn í vefi kóngulóarinnar. Skjáskot af Youtube

Kónguló, sem var að vefa risastóran vef í bílskúr, notaði stóran stein sem vogarafl til að halda vefnum á réttum stað. Í fréttum um málið segir að tækni kóngulóarinnar sé með ólíkindum en á það minnt að kóngulær hafi haft um 100 milljón ár til að þróa hæfni sína. Fleiri dæmi eru til um að kóngulær noti hluti í þessum tilgangi.

Í frétt Yahoo News kemur fram að kóngulóin hafi gert vef sinn í miðju lofti bílskúrs í Evrópu. Við þessar erfiðu aðstæður þurfti hún eitthvað til að halda honum á réttum stað. Þá kom steininn til. Hún hóf að setja vef sinn um steininn og náði loks að koma honum frá jörðu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert