Malala fékk fréttirnar í skólanum

Malala Yousafzai var í skólanum í morgun þegar í ljós kom að hún væri annar verðlaunahafa friðarverðlauna Nóbels í ár. Hún stundar nám við einkaskóla í Birmingham á Englandi. „Malala var í skólanum líkt og venjulega í dag,“ sagði talskona hennar í samtali við fjölmiðla. 

Malala, sem er sautján ára gömul, heldur blaðamannafund síðar í dag.

Indverski aðgerðarsinninn Kailash Satyarthi, sem einnig hlýtur verðlaunin, segist vera ánægður og sagði þau vera „viðurkenningu á baráttu okkar fyrir réttindum barna.“

Hann þakkaði einnig nefndinni fyrir „að viðurkenna bágar aðstæður milljónir barna sem þjást í dag.“

Í umsögn nefndarinnar vegna valsins kom fram að þau fengju verðlaunin vegna baráttu þeirra gegn undirokun gagnvart börnum og ungu fólki. 

Malala var skotin í höfuðið af Talíbönum þegar hún var á leið heim úr skóla. Hún hafði barist fyrir kvenréttindum, réttindum á borð við að stúlkur fengju menntun til jafns við drengi. Hún er sautján ára og þar með yngsti verðlaunahafinn til þessa.

Satyarthi kemur frá Indlandi og hefur barist ötullega fyrir réttindum barna. Hann er sextugur.

Malala og Satyarthi fá friðarverðlaun Nóbels

„Malala er stolt landsins“

Samsett mynd af verðlaunahöfunum.
Samsett mynd af verðlaunahöfunum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert