Konan ekki ein af skólastúlkunum

Liðsmenn Boko Haram bera ábyrgð á mannránum í Nígeríu.
Liðsmenn Boko Haram bera ábyrgð á mannránum í Nígeríu. AFP

Ung kona sem fannst ráfandi í norðausturhluta Nígeríu hinn 24. september síðastliðinn var ekki í hópi rúmlega 200 skólastúlkna sem íslömsku samtökin Boko Haram dæmdu í apríl sl. líkt og áður hafði komið fram. Konunni hafði vissulega verið rænt en mun fyrr en stúlkunum.

Tilkynningin um að hún hefði verið ein af stúlkunum gaf ættingjum stúlknanna von um að sjá þær aftur en hefur nú verið dregin til baka. Unga konan er ekki frá bænum Chibok í Nígeríu, líkt og skólastúlkurnar. Hún er 23 ára og kemur frá bænum Mubi. Hún segir að sér hafi verið rænt í janúar á þessu ári af Boko Haram.

Konan var látin giftast manni innan samtakanna. Hún varð þunguð en þegar hún varð lasin 19. september sl. var hún sett inn í bíl, ekið með hana í burtu og hún skilin eftir. Hún fannst þegar hún hafði ráfað um í nokkra daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert