Bandalag ESB andstæðinga runnið út í sandinn

Douglas Carswell þingmaður UKIP og Nigel Farage leiðtogi UKIP
Douglas Carswell þingmaður UKIP og Nigel Farage leiðtogi UKIP AFP

Samstarf hóp Evrópuþingmanna sem eru á móti Evrópusambandinu er runnið út í sandinn eftir að lettneskur þingmaður á Evrópuþinginu sagði sig úr samstarfinu.

Í bandalaginu sem nefnist Europe of Freedom and Direct Democracy (EFDD) voru 48 þingmenn, þar á meðal þingmenn Fimm stjörnu hreyfingu ítalska grínistans Beppes Grillos og breskra sjálfstæðissinna, UKIP.

Með brotthvarfi lettneska þingmannsins, Iveta Grigule, uppfyllir EFDD ekki skilyrði sem sett eru fyrir bandalögum á Evrópuþinginu en þar er sett sem skilyrði að þingmennirnir komi frá sjö löndum hið minnsta.

Ekki hefur, samkvæmt BBC, verið upplýst um hvers vegna Grigule, sem er þingmaður Bandalags bænda, hafi gengið úr bandalaginu.

Helmingur EFDD kemur frá UKIP flokknum eða 24 þingmenn, Fimm stjörnu hreyfingin er með 17 þingmenn en aðrir koma úr röðum Svíþjóðardemókrata, Tékklandi, Litháen og svo er einn Frakki í bandalaginu.

Nigel Farage
Nigel Farage AFP
Beppe Grillo
Beppe Grillo AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert