Umdeilda jólatréð eyðilagt

Umdeilt listaverk banda­ríska lista­mann­inn Paul McCart­hy á Vendôme-torgi í Par­ís hefur verið tekið niður en verkið var skemmt í nótt. Margir veltu fyrir sér hvort verkið væri jólatré eða risavaxið kynlífsleikfang.

Listaverkið var uppblásið, risavaxið og grænt. Verkið kallaðist einfaldleg Tré en minnti marga á kynlífsleikfang.

Í nótt skáru skemmdarvargar á víra sem héldu listaverkinu uppi, samkvæmt frönskum fjölmiðlum. Í dag var svo loftið tekið úr því og það fjarlægt.

Menningarmálaráðherra Frakklands fordæmir skemmdaverkin og segir kallar þau „alvarlega árás á listrænt frelsi.“

Frétt mbl.is:

Jólatré eða kynlífsleikfang?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert