Verk Verbeecks fór á 460 milljónir

Hekeling van de dwaasheden van de mens eftir Frans Verbeeck
Hekeling van de dwaasheden van de mens eftir Frans Verbeeck Af vef Wikipedia

Verk flæmska listamannsins Frans Verbeeck, Hekeling van de dwaasheden van de mens, var selt á þrjár milljónir evra, 460 milljónir króna, á uppboði í Vín í gærkvöldi. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir listaverk á uppboði í Austurríki og eins hefur verk Verbeecks aldrei farið á jafn háa fjárhæð áður.

Hart var barist um verkið á uppboðinu en það var flæmskur ónafngreindur einstaklingur sem hneppti hnossið að lokum. Fyrir uppboðið hafði það verið metið á 900-1200 þúsund evrur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert