Tugum kvenna rænt í Nígeríu

AFP

Tugum kvenna og stúlkna hefur verið rænt úr tveimur nígerískum þorpum í Adamawa í norðausturhluta landsins. Íbúar í þorpinu segja að samtökin Boko Haram standi á bak við hvarf þeirra en yfir 200 stúlkur hafa verið í haldi samtakanna frá því í apríl.

Samkvæmt frétt BBC hafa nígerísk stjórnvöld ekki staðfest ránið í þorpunum en íbúarnir segja að þeim hafi verið rænt sama dag og herinn tilkynnti um að samið hafði verið um vopnahlé við skæruliðahreyfinguna.

Boko Haram samtökin hafa hins vegar ekki staðfest að samið hafi verið um vopnahlé en ríkisstjórnin vonast til þess að stúlkurnar sem var rænt í apríl verði látnar lausar sem hluti samkomulagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert