15 hlutu lífstíðardóma vegna morða og pyntinga

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Fyrrverandi lögreglustjóri og fyrrverandi innanríkisráðherra Argentínu hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa stýrt fangelsi þar sem fangar voru myrtir og pyntaðir á áttunda ártugnum.

Mennirnir eru á meðal 19 manns sem voru ákærðir fyrir mannrán, morð og pyntingar á 128 föngum í borginni La Plata.

Fæðingardeild var einnig í fangelsinu en óléttar konur gátu fætt börn áður en þær voru teknar af lífi. Þetta kemur fram á vef BBC.

Á milli áranna 1976 og 1983 stóð herforingjastjórnin í Argentínu á bak við mannrán eða morð á tugþúsundum borgara. 

Miguel Etchecolatz, fyrrverandi lögreglustjóri í Buenos Aires-héraðs, og Jaime Lamont Smart, fyrrverandi innanríkisráðherra, voru á meðal þeirra sem ráku fangelsið á milli 1976 til 1978.

Alls hlutu 15 lífstíðardóma en fjórir voru dæmdir í 12-13 ára fangelsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert