Forsetinn sagði af sér

Í gær lögðu mótmælendur í reiði sinni eld að þinghúsinu …
Í gær lögðu mótmælendur í reiði sinni eld að þinghúsinu og stjórnarbygginum í höfuðborginni. AFP

Blaise Compaore, forseti Búrkína Fasó, hefur tilkynnt um afsögn sína í kjölfar harðra mótmæla sem brutust út í landinu vegna fyrirætlana hans um að framlengja valdatíð sinni. Compaore hefur nú þegar verið við völd í 27 ár.

Compaore sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann væri ekki lengur forseti. 

Mótmælendur fögnuðu ákaft á göum Ouagadougou, höfuðborgar landsins, þegar talsmaður hersins greindi þeim frá þessu. Þetta kemur fram á vef BBC.

Í gær kveiktu mótmælendur í þinghúsinu og stjórnarbyggingum í borginni eftir að Compaore gerði tilraun til að breyta stjórnarskrá landsins. 

Í framhaldinu sagði Compaore að hann hefði komist að samkomulagi um að hann myndi ekki sækjast eftir öðru kjörtímabili, en að hann myndi sitja áfram þar til bráðabirgðaríkisstjórn myndi ljúka sínum störfum á næsta ári.

Stjórnandstaðan var hins vegar ekki sátt við þessi svör og krafðist þess að forsetinn myndi stíga til hliðar. Zephirin Diabre, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hvatti mótmælendur til að leggja undir sig opinber svæði. 

Blaise Compaore var forseti Búrkína Fasó í 27 ár. Hann …
Blaise Compaore var forseti Búrkína Fasó í 27 ár. Hann hugðist framlengja valdatíð sinni á stóli forseta en mætti harðri andstöðu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert