Obama sagður kynþáttahatari

Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti. AFP

Hagfræðingurinn Ben Stein hefur haldið því fram að Hvíta húsið spili fram „kynþátta-spilinu“ í þeim tilgangi að fá svart fólk í Bandaríkjunum til að kjósa gegn repúblikönum. 

Í viðtali við Fox News, kallaði Stein Barack Obama, Bandaríkjaforseta, „mesta kynþáttahatara af öllum forsetum í sögu Bandaríkjanna.“ Þá sagði hann Obama viljandi reyna að nota kynþátt sinn til að sundra Bandaríkjamönnum.

Stein hélt því fram að Obama og aðrir demókratar reyndu að varpa þeirri mynd á Repúblikanaflokkinn að hann væri á móti svertingjum.

„Það sem Hvíta húsið er að reyna er að gera alla pólitík að kynþáttamálum og þeir eru sérstaklega að segja svertingjum að repúblikanar séu á móti því að gefa þeim tækifæri á góðu lífi í þessu hagkerfi, og það er bara algjör lygi,“ sagði hann.

„Ég fylgist með af hrifningu - algjörri hrifningu - öllum þeim sögum um hvernig demókrataískir stjórnmálamenn, sérstaklega Hillary Clinton, reyna að fá atkvæði svertingja með því að segja „Repúblikanar hafa reglugerðir stefnu gegn svörtu fólki hvað varðar hagkerfið.“ En það eru engar slíkar stefnur.“

Þá sagði hann það „svívirðilega lygi“ fyrir demókrata að álykta um minnihlutahópa að hagkerfið sé að kúga þá. „Sú hugmynd að repúblikanar reyni að gera svörtu fólki lífið leitt er bara bull, bara algjör vitleysa,“ sagði Stein.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert