Eldgos á Grænhöfðaeyjum

Gos er hafið í eldfjallinu Pico do Fogo.
Gos er hafið í eldfjallinu Pico do Fogo. Ljósmynd/ Wikimedia

Eldgos hófst í dag í eldfjallinu Pico do Fogo á Grænhöfðaeyjum. Sprenging heyrðist frá fjallinu á laugardagskvöld og eldvirkni hefur haldið áfram í dag. Fólk sem býr næst eldfjallinu hefur verið flutt á brott, alls um 750 manns.

Lítið öskugos varð í Pico do Fogo árið 1995, en heimamenn segja að sprengingin sem heyrðist frá eldfjallinu í gær hafi verið mun stærri en þá. Öskuský leggur frá fjallinu til suðurs.

Flugvöllurinn á eyjunni hefur verið lokaður í allan dag og flugferðir hafa fallið niður.

Grænhöfðaeyjar eru eyjar í Atlantshafi, vestur af Afríku. Íslendingar hafa verið með þróunarhjálp á Grænhöfðaeyjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert