Ákærð fyrir tilraun til manndráps

AFP

Móðir barnsins sem fannst á botni holræsis í Sydney í Ástralíu í gærmorgun hefur verið ákærð fyrir tilraun til manndráps. Barnið, sem er vikugamalt, er talið hafa verið í holræsinu í fimm daga. Hjólreiðamaður sem átti leið hjá heyrði barnið gráta.

Drengurinn hafði verið vafinn inn í teppi frá sjúkrahúsi og var búið að klippa naflastrenginn og klemma hann saman.

Móðir drengsins er þrítug. Lögregla fann konuna eftir að hafa farið í gegnum skýrslur frá sjúkrahúsinu í nokkrar klukkustundir og gengið á milli húsa og leitað að konunni.

Ástand barnsins er talið alvarlegt en þó stöðugt. Lögregla telur að barnið hafi verið nær dauða en lífi en hitinn fór upp í 40 stig í Sydney í gær.

Fundu ungbarn í holræsi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert