Eignaðist vin fyrir lífstíð með einni kjötbollu

Armageddon einhver?
Armageddon einhver?

Þegar Mikael Lindnord, fyrirliði sænska keppnisliðsins Team Peak Performance, gaf flækingshundi í Suður-Ameríku sænska kjötbollu þá gat hann ekki ímyndað sér að þar með hefði hann eignast félaga sem átti eftir að fylgja honum í langan tíma, alla leið til Svíþjóðar. 

Þegar liðið var að gæða sér á kjötbollum gaf fyrirliðinn flækingshundi eina kjötbolluna. Þegar liðið var lagt af stað og hafði gengið nokkra kílómetra tóku þau eftir að hundurinn elti þau.

Gangan var mjög krefjandi en hundurinn, sem hefur fengið nafnið Arthúr, fylgdi þeim við hvert fótmál.

Arthúr átti oft fullt í fangi með að halda í við nýju liðsfélaga sína. Stundum þurftu þau bókstaflega að draga hann upp úr drullusvaðinu. Þrátt fyrir það hélt Arthúr áfram göngunni með þeim.

Þegar einn úr liðinu varð fyrir ofþornun og þurfti á læknishjálp að halda tók Arthúr sér stöðu og stóð vörð meðan félagi hans jafnaði sig.

Síðasti hluti ferðarinnar var yfir vatn, þar sem liðið átti að sigla kajak um 60 kílómetra leið. Liðið ákvað að nú væri komið að kveðjustund, og var Arthúr skilinn eftir í landi. Hann neitaði hins vegar að láta skilja sig eftir og óð út í vatnið á eftir þeim.

Mikael gat ekki horft upp á félaga sinn synda í köldu vatninu við hliðina á bátnum sínum, þannig að hann hjálpaði honum um borð. Þegar liðið hafði lokið keppni með Arthúr við hlið sér kom ekki til greina að skilja hundinn eftir. Þegar Mikael fékk tíðindin frá Svíþjóð að honum væri heimilt og óhætt að flytja hundinn með sér þá táraðist hann næstum því af gleði.

Þegar Arthúr kom til Svíþjóðar þurfti að hlúa dálítið að honum, því hann var með nokkurra mánaða gamalt sár á bakinu þegar liðið fann hann. Samkvæmt BBC er hann á batavegi, og má búast við góðu lífi í Svíþjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert