Lúxusíbúð Bo sett á sölu

Af fasteignavef Fine & Country

Lúxusíbúð sem áður var í eigu Bo Xilai, sem var á meðal helstu leiðtoga kínverska Kommúnistaflokksins, á frönsku rivíerunni er komin í sölu. Ásett verð eru tæpar 7 milljónir evra, um milljarður króna.

Bo var í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mútuþægni og fyrir að misnota vald sitt meðan hann var í embætti. Íbúðin, sem er í afar góðu hverfi í Cannes, kom meðal annars fyrir í réttarhöldinum en Bo var sakaður um að hafa þegið íbúðina að gjöf frá kaupsýslumanni.

Fimm svefnherbergi eru í íbúðinni sem er á hæð þar sem sést vel yfir Miðjarðarhafið. 

Hér er hægt að skoða myndir af húsinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert