50 svipuhögg af 1000

Raif Badawi
Raif Badawi Af vef Amnesty International

Bloggari í Sádi-Arabíu, Raif Badawi, sem var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að móðga íslam, var á föstudag húðstrýktur. Svipuhöggin voru 50 talsins á föstudag en alls var hann dæmdur til þess að þola eitt þúsund svipuhögg. 

Mannréttindasamtökin Amnesty International fordæma refsinguna yfir þessum þrítuga bloggara og segja hana grimmilega. Badawi hefur setið í fangelsi síðan í júní 2012.

Auk Amnesty hafa Bandaríkin og Reporters Sans Frontières fordæmt refsingu Badawis og að hann hafi einungis nýtt sér mannréttindi sín, tjáningarfrelsið. Nú hefur utanríkisráðherra Svíþjóðar, Margot Wallström, bæst í hóp þeirra sem fordæma hýðingarnar. 

Vitni segja að Badwi hafi verið hýddur eftir föstudagsbænir skammt frá Al-Jafali-moskunni í Jedda. Hvorki heyrðist hósti né stunda frá fanganum meðan á ofbeldinu stóð en fjölmargir fylgdust með í þögn. Bannað var að mynda frá hýðingunni en þetta myndskeið er að finna á YouTube.

Hýddur fyrir að móðga íslam

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert