Fjölnir knúði fram oddaleik

Fjölnismenn fagna sigrinum í leikslok.
Fjölnismenn fagna sigrinum í leikslok. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Fjölnir vann í kvöld sterkan útisigur á Þór á Akureyri, 26:22, í fjórða leik liðanna í umspili um sæti í úrvalsdeild karla í handknattleik á næsta tímabili.

Staðan í einvíginu er 2:2 og þurfa liðin því að mætast í fimmta sinn í oddaleik í Grafarvogi síðar í vikunni.

Með sigri hefði Þór tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni og til að byrja með virtist allt benda til þess að það yrði raunin.

Þór komst sjö mörkum yfir, 2:9,  eftir rúmlega 13 mínútna leik en í kjölfarið tóku gestirnir úr Grafarvogi einkar vel við sér og voru búnir að minnka muninn niður í aðeins eitt mark, 10:11, í hálfleik.

Fjölnismenn hófu þá síðari hálfleikinn af krafti, skoruðu fyrstu þrjú mörk hans og náðu þannig tveggja marka forystu, 13:11.

Staðan var jöfn, 19:19, þegar tæplega tólf mínútur voru til leiksloka en reyndust gestirnir sterkari á lokakaflanum og unnu fjögurra marka sigur.

Björgvin Páll Rúnarsson var markahæstur í liði Fjölnis með sjö mörk. Sigurður Ingiberg Ólafsson varði 12 skot í marki liðsins.

Aron Hólm Kristjánsson var markahæstur hjá Þór með sex mörk. Kristján Páll Steinsson fór á kostum í markinu og varði 17 skot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert