Leikmaður Vals fluttur með sjúkrabíl

Jasmín Erla Ingadóttir í treyju Vals.
Jasmín Erla Ingadóttir í treyju Vals. Ljósmynd/Valur

Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður Vals í fótbolta, var flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg sem hún hlaut í sigri Vals á Keflavík í gær.

Jasmín fékk boltann í andlitið af stuttu færi frá leikmanni Keflavíkur og fann fyrir ógleði. Pétur Pétursson staðfesti í viðtali við fótbolti.net að Jasmín hafi fengið heilahristing og verði frá keppni í einhverjar vikur.

Valskonur eru jafnar Breiðablik í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Valur tekur á móti Tindastól á þriðjudaginn í fimmtu umferð Bestu deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert