Við erum klipparar, píparar og lögfræðingar

Björgvin Páll Gústavsson er mikill fjölskyldumaður.
Björgvin Páll Gústavsson er mikill fjölskyldumaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals og landsliðsins í handbolta var ástríðufullur þegar hann ræddi við mbl.is um hve miklu máli það skiptir fyrir leikmenn Valsliðsins að vera komnir í úrslit Evrópubikarsins gegn Olympiacos frá Grikklandi.

Fyrri leikurinn fer fram á Hlíðarenda á morgun klukkan 17 og seinni leikurinn á laugardag eftir viku.

„Þetta er ekki vinnan þín, þetta er eitthvað miklu meira. Ég er með börnin með mér hérna og bý í næsta húsi. Ég er markaðsstjóri hjá félaginu líka og innri hvatinn er svo ógeðslega mikill.

Við erum klipparar, píparar og lögfræðingar og svo er handboltinn einhvern veginn með í þessu. Þetta skiptir miklu máli og það er mikilvægt að fá stuðning á laugardaginn til að hjálpa til við að skila fyrsta Evróputitlinum heim til Íslands,“ sagði Björgvin.

Nánar er rætt við Björgvin og fleiri í grein um einvígið við Olympiacos í Morgunblaðinu sem kemur út á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert