Frestað vegna banaslyss

Upphafshöggi var frestað vegna banaslyss.
Upphafshöggi var frestað vegna banaslyss. AFP/Christian Petersen

Frestun verður á upphafshöggi annars mótsdags PGA-meistaramótsins í golfi eftir banaslys skammt frá Valhalla-vellinum í Kentucky í Bandaríkjunum. 

PGA-mótaröðin greindi frá því að öðrum degi mótsins, sem átti að hefjast klukkan 7.15 að staðartíma, hafi verið frestað um óákveðinn tíma. 

Rúta í nágrenninu keyrði á hjólreiðamann sem lést samstundis. Engar fleiri upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert