Norðmenn í sjokki yfir ákvörðun Óskars

Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson. mbl.is/Eyþór Árnason

Ákvörðun Óskars Hrafns Þorvaldssonar að hætta með norska knattspyrnuliðið Haugesund hefur vakið mikla athygli þarlendis. 

Óskar hættir með liðið eftir að hafa aðeins stýrt því í sex leikjum í norsku deildinni. 

Nettavisen greinir frá að miðilinn hafi haft samband við Óskar en að hann vilji ekki tjá sig. 

Verður erfitt að koma í hans stað

Christoffer Falkeid, formaður Haugesund, sagði í viðtali við TV 2 að ákvörðunin væri hans og að félagið hafi ekki búið sig undir hana. 

Jesper Mathisen, sérfræðingur hjá TV 2, var í miklu sjokki er hann heyrði fregnirnar. 

„Ég skil ekki neitt. Hann hefur verið aðalmaðurinn þarna hvað varðar að endurbyggja liðið og fá nýja leikmenn inn. 

Þetta er mjög óvænt. Hann hefur komið inn með mjög ferskan blæ og hafa væntingar fylgt því. Það gætu hundrað ástæður verið fyrir því að hann hætti, en það verður erfitt að koma í hans stað,“ sagði Mathisen. 

Mbl.is hef­ur reynt að ná tali af Óskari en án ár­ang­urs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert