Arnar harðorður í garð yfirvalda

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta Ljósmynd/Jon Forberg

Landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, Arnar Pétursson, gagnrýnir harðlega framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ. Leikmenn yngri landsliða þurfa að borga 600.000 krónur úr eigin vasa til að keppa fyrir Ísland á HM U18 og U20 ára.

Arnar birti pistil á Facebook síðu sinni í gær þar sem hann ræðir framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ og kallar upphæðina „grín.“ Að auki gagnrýnir Arnar þá staðreynd að þær 392 milljónir sem renna til Afrekssjóðsins séu ekki vísitölutengdar og því rýrari en fyrir fjórum árum síðan.

Arnar hvetur að lokum stjórnvöld til að endurskoða upphæðina sem lögð er til afreksíþrótta hér á landi og segir hverja krónu skila sér margfalt til baka. Pistil Arnars má lesa í heild sinni hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert