Veiddu „lifandi steingerving“

Kragaháfurinn er tveggja metra langur. Höfuð og skrokkur dýrsins minni …
Kragaháfurinn er tveggja metra langur. Höfuð og skrokkur dýrsins minni á ál, en sporðurinn á hákarl. „Ég tel að menn vilji ekki sýna börnum þetta áður en þau fara að sofa,“ segir framkvæmdastjóri togarasambands. Skjáskot af vef Telegraph

„Hann lítur út fyrir að vera 80 milljón ára gamall. Hann virðist forsögulegur,“ er á meðal þess sem menn hafa sagt um kragaháf sem sjómenn veiddu skammt frá Lakes Entrance í suðausturhluta Viktoríuríkis í Ástralíu. Kragaháfur, sem hefur verið kallaður lifandi steingervingur, er sjaldgæf sjón.

Simon Boag, framkvæmdastjóri Sambands togarasjómanna í suðuausturhluta Ástralíu, segir að elstu menn muni ekki eftir að hafa séð kragaháf berum augum. Fjallað er um málið á vef Telegraph.

Vísindastofnunin CSIRO hefur staðfest að um kragaháf sé um að ræða. Þrátt fyrir að vísindamenn þekki tegundina þá er afar sjaldgæft að sjómenn rekist á og veiði dýrið.

 „Við gátum ekki fundið sjómann sem sagðist hafa séð einn slíkan,“ segir Boag.

„Hann lítur út fyrir að vera 80 milljón ára gamall. Hann virðist forsögulegur, og frá allt öðrum tíma.“

„Hann er með yfir 300 tennur í rúmlega 25 röðum. Þannig að þegar þú ert kominn í þennan kjaft, þá kemstu ekki aftur út,“ sagði Boag. 

„Eflaust gott fyrir tannlækna, en þetta er óhugnanleg skepna. Ég tel að menn vilji ekki sýna börnum þetta áður en þau fara að sofa,“ sagði Boag að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert