Ungfrú Kólumbía felldi tár

Paulina Vega var krýnd í gær.
Paulina Vega var krýnd í gær. EPA

Paulina Vega var í gær valin Ungfrú heimur en hún kemur frá Kólumbíu. Vega var valin úr hópi 87 kvenna frá öllum heimshornum en keppnin fór fram í Flórída í Bandaríkjunum.

Er þetta í annað skiptið sem keppandi frá Kólumbíu hlýtur titilinn en það var síðast árið 1958.

Vega er 22 ára gömul fyrirsæta og viðskiptafræðinemi. Vega felldi tár er hún tók á móti krúnunni. Í öðru sæti var Nia Sanchesz, ungfrú Bandaríkin. 

Fékk Vega 9,9 í einkunn í öllum einkunnagjöfum í keppninni um Ungfrú Kólumbíu. Hún er 180 sentímetrar á hæð.

Ungfrú Úkraína, Diana Harkusha, Ungfrú Holland, Yasmin Verheijen, og Ungfrú Jamaíka, Kaci Fenell, urðu ásamt Ungfrú Bandaríkjunum í sætum tvö til fjögur. 

Meðal dómara í ár voru þeir Emilio Estefan, kúbverska sápuóperustjarnan William Levy og filippseyski boxarinn Manny Pacquiao.

Vega er 22 ára gömul.
Vega er 22 ára gömul. EPA
Paulina Vega er tilkynnt var að hún hefði sigrað.
Paulina Vega er tilkynnt var að hún hefði sigrað. EPA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert