Jórdanar hafa til sólseturs

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams segjast ætla að taka jórdanskan flugmann af lífi „tafarlaust“ ef stjórnvöld í Amman sleppa ekki íröskum fanga sem situr þar í fangelsi fyrir sólsetur í kvöld. Samtökin eru einnig með japanskan blaðamann í haldi og hafa einnig hótað honum lífláti.

Í nýrri hljóðupptöku heyrist rödd sem segist vera Japaninn Kenji Goto. Í upptökunni segir hann að fangarar hann muni drepa flugmanninn Maaz al-Kassasbeh, ef konunni verði ekki sleppt við landamæri Tyrklands og Sýrlands fyrir sólsetur. 

Japönsk stjórnvöld telja að upptakan sé ósvikin. Stjórnvöld í Amman hefur boðist til þess að sleppa konunni, en hún var dæmd fyrir aðild sína að sprengjuárásum í borginni árið 2005 sem kostuðu 60 manns lífið. 

Fjölmargir söfnuðust saman í Amman í dag til þess að krefjast þess að flugmanninum verði sleppt. 

Í myndbandi sem birt var í fyrradag má sjá Goto …
Í myndbandi sem birt var í fyrradag má sjá Goto halda á mynd af jórdanska flugmanninum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert